Lorenzo Lozzi Gallo

Onsdag (Wednesday), 14:30–15:00, H135a

Affiliering (affiliation): University of Messina, ITA

Abstract:

Humór í forníslenskum auknefnum frá Landámu


Landnámabók gefur ómetanlegar vísbendingar um norræna miðaldamenningu. Í textanum eru fjölmörg nöfn og viðurnefni. Sumum þeirra er auðvitað ætlað að vera grín, jafnvel þó að þau geti talist harkaleg eða ofstækisfull í skilningi nútímamanna. Landnámsmenn voru miðaldamenn: þeir myndu hlæja að stríðsmönnum sem væru ekki nógu miskunnarlausir (t.d. Ölvir “Barnakarl” sem ekki vildi drepa börn þegar hann var í víking) eða nógu karlmannlegir (Einar “Brúðr” sem er örugglega háð) eða bara ljótir (Hergils “hnapprass”) og líka að konum sem væru of stórvaxnar (Þorbjörg “Knarrarbringa”), of kraftmiklar (Hlíf “Hestageldir”) eða of grannar (Ástríður “Slækidrengur”: víkingum líkaði betur við konur með fyllri líkama).

Mörg viðurnefni virðast hafa verið vísvitandi óljós og hafa tvöfalda merkingu, eins og "Þurs": var Þórir “Þurs” bara stórvaxinn og sterkur eins og risi... eða var hann líka talinn vera dálítið heimskur (þeas "tosset" eins og á nútímadönsku)? Og Þorsteinn "Hrungnir", var hann bara risastór, eða frekar hrokafullur og vitlaus eins og Hrungnir jötunn í Eddu Snorra Sturlusonar? Eysteinn “Meinfrétur” var auðvitað háð... Við þekkjum einnig alla söguna um það hversvegna Auðun jarl var nefndur Auðun “Geit” af Ásgrími Öndóttssyni! Það er vissulega Víkingagrín.

Stundum er þýðingin á viðurnefnum óviss: t.d. Böðmóður “úr búlkarúmi”. Var hann svo nefndur, af því að hann hafði tilhneigingu til að vera aftast í skipinu í bardögum? Þá væri viðurnefnið auðvitað íronískt. 

Grín og íroníu er oftast að finna í viðurnefnum. Þau mála mynd af samfélagi þar sem mikilvægt var að vera “töff” og þar sem háttvísi var ekki í miklum metum.

Om (about):

A philologist, specialized in Germanic cultures (Old Norse, Old High German and Old English) with a solid research and teaching background in Latin, both classical and medieval. Currently employed as a full-time, tenure-track full professor in Germanic Philology, at the Department of Ancient and Modern Civilizations of the University of Messina (Italy).

Photo
Page Manager: iwcss.administratorssol.luse | 2022-06-15